Las hún pistilinn ?

Davíð Þór fer að mínu mati margfaldlega yfir strikið í grein sinni um forsetann og greinilegt að að þar er ekkert heilagt í þeim efnum hjá honum að kasta skít sem mest hann má til þess eins að gera forsetann tortryggilegan daginn fyrir kosningar en mér er til efs um að nokkur heibrigð sál hafi ekki séð í gegnum þetta plott sem reyndar lýsir sálarástandi Davíðs Þórs á frekar átakanlegan hátt og miðað við orðin sem eru notuð er spurning hvort Davíð Þór eigi yfir höfuð heima í þjóðkirkjunni sem kirkjunnar þjónn.

Hann reyndar afsakar hálfpartinn gýfuryrðin og hvetur fólk að líta fram hjá þeim sem er reyndar gömul brella, orðin eru sögð og ekkert tekur þau til baka en það að svona hæfileikaríkur maður á ritvellinum leyfi sér að nota slíkt orðafæri er ofar mínum skilningi því hann hefði getað komið allri sinni sálarangist á framfæri á hóflegri hátt.

En hluturinn er gjörður og fátt annað fyrir Davíð þór en að taka því sem að höndum ber og auðvitað ber honum að vera ábyrgur gjörða sinna eins og aðrir menn og fyrst kirkjan tekur ekki á málum sem hún þó hefði átt að gera með áminningu til síns þjóns að hann gæti siðvandara orðavals og hafi í huga að alltaf skal höfð aðgát í nærveru sálar og kannski sérstaklega þegar um er að ræða svona obinbert skítkast, sem stór hluti þjóðarinnar les, í garð forsetans sem er jú verndari þjóðkirkjunnar og þar með yfirboðari Davíðs Þórs.

Vonandi höfðar Guðni Ágústsson gegn Davíð Þór, þó ekki væri nema til þess að fá úr því skorið hversu langt menn mega ganga í svona obinberu skítkasti og ef Davíð Þór yrði á einhvern hátt sakfelldur þá væri eftirleikurinn auðveldur fyrir nýja biskupinn sem reyndar kom aðeins á óvart með hlutleysi sínu eins og hún hefði ekki lesið téðan pistil.

En ég segi bara ef Davíð þór er ímynd hins Nýja Íslands þá mega Íslendingar vara sig og biðja algóðan Guð um vernd.


mbl.is Skilur ekki afstöðu Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Friðrik Már.

Ég tek heils hugar undir með þér.

Þessi sóðavaðall hjá Davíð Þór um forseta okkar og reyndar heiðursmanninn Guðna Ágústsson líka er langt yfir strikið.

Ekki þykir mér nýji biskupinn ætla að standa sig í stykkinu, ef hún ætlar bara að stinga höfðinu í sandinn og yppta öxlum!

Lámark hefði verið að nýji biskupinn hefði haft manndóm og burði til þess að veita Davíð Þór tiltal og áminningu fyrir slíkt endemis viðbjóðslegt sóðatal eins og hann viðhafði.

Gunnlaugur I., 7.7.2012 kl. 12:24

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Það er auðvitað fráleitt að fara í mál við mann sem segir sannleikann um Ólaf RagnarGrímsson,sem á sínum tíma talaði um ,,skítlegt eðli" Davíðs Oddssonar. Jafnvel þótt hart sé til orða tekið.

Eiður Svanberg Guðnason, 7.7.2012 kl. 13:40

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nær væri að spyrja hvort Guðni ágústsson hafi lesið pistil Davíðs Þórs áður en vandlætingarvaðallinn tók að renna upp úr honum? Það eru hvorki efnisleg né lögfræðileg rök fyrir ákæru að neinu tagi og að því mun Guðni væntanlega komast þegar hann hefur nú aftur dregið andan djúpt og rætt við sér fróðari menn um lögfræði.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.7.2012 kl. 17:47

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það var enginn sannleikur falin í orðum Davíðs Þórs.

Ekkert nema viðbjóðslegur sori og lygi líka sem engin innistæða var fyrir, hjá þessum núverandi Guðsmanni og fyrrum klámritstjóra.

En það er svo sem ekkert nýtt að Eiður Svanberg Guðnason beri ofur haturshug til forseta okkar Ólafs Ragnars Grímssonar og mér þykir það miður og það er það mikill ljóður á þessum annars ágæta manni Eiði Svanbergi!

Gunnlaugur I., 7.7.2012 kl. 19:07

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnlaugur. Getur þú vitnað í eitthvert dæmi í umræddum pistli Davíðs sem flokkast getur undir sora og lygar? Hann færir skýr rök fyrir öllum ummælum sínum sem er meira en þeir sem hafa farið gegn honum með gífuryrðum hafa gert. Þessi rök væri hægt að hrekja ef þau væru röng en það hefur ekki verið gert einfaldlega vegna þess að þau eru ekki röng. Hann er einfaldlega að benda á staðreyndir um Ólaf Ragnar Grímsson í þessum pisli sínum og fer ekki með rangt mál á nokkurn hátt.

Sigurður M Grétarsson, 7.7.2012 kl. 20:44

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Davíð fer stórum í grein sinni og slær um sig með gífuryrðum sem hann getur ekki stutt með málefnalegum hætti. Greinin öll er stórkostlegt dómgreindarleysi.

Davíð bætir síðan um betur og gerir mikið mál úr því að hann fái skítkast á móti frá fólki útí bæ. Við seinni kvörtunarfærslu http://silfurgeitin.wordpress.com/2012/06/30/hugleiding-um-umraeduna-og-umraeduna-um-umraeduna-ii-moggabloggid/ hans skrifaði ég smá innlegg sem vonandi fær hann (og aðra) til að hugsa sig aðeins um áður en þeir setja skítadreifarann í gang.

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.7.2012 kl. 15:56

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það þykir við hæfi þegar guðfræðingur sem er starfsmaður þjóðkirkjunnar tjár sig, að hann geri það á yfirvegaðan hátt og án gífuryrða.

Það eru yfirleitt til tvær hliðar á flestum málum, flest í greininni byggist á huglægu mati Davíðs, þótt ég sé ekki sammála honum, þá færir hann ágætis rök fyrir sínu máli og bendir á heimildir. Hann sér hlutina þessum augum og hefur fullan rétt á því. En í ljósi þess að hann er starfsmaður kirkjunnar, sem á að vera stofnun kærleika og sáttar, þá er óviðeigandi að starfsmaður hennar tjái sig með gífuryrðum, hann ætti frekar að temja sér hófstillt orðalag, vel er hægt að segja sína skoðun með þeim hætti.

En varðandi Guðna Ágústsson, þá fer han mjög yfir strikið þegar hann tengir nafn hans við "nýnasistasamtökin norrænt mannkyn".

Persónulega hef ég ekkert á móti lituðu fólki og tel það hvorki verra né betra en hvítt fólk. Það er ekkert athugavert við, hafi menn áhyggjur af of mikilli útþynningu kynstofnsins, að menn stofni samtök til að koma þeim skoðunum á framfæri. En að bendla það við nasisma, sem er hryllileg ofbeldisstefna, það er mjög langt gengið.Ekki hefur komið fram að þessi samtök tengist nýnasistum.

Sá sem að gefur í skyn og telur Guðna vera hallan undir nýnasisma, hann er á mjög vafasamri braut og fyrir það eitt, er eðlilegt að Guðni lögsæki Davíð og fái vonandi sigur.Að ásaka einhvern um að vera nasisti er sama og að segja að viðkomandi tilheyri hryllilegastu og mannfandsamlegustu stefnu veraldar, sem gengur út á að drepa fólk.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband