Hugleiðing í aðdraganda kosninga

Ég er bara venjulegur maður með svipaðar væntingar og þrár og þorri landsmanna sem lítur til næstu fjögurra ára með það í huga að leggja sitt vægi á vogarskálarnar með þá von að „atkvæði" skipti máli og þá fel ég því þeim stað þar sem ég tel það gagnast mest ekki eingöngu fyrir mig heldur ekki síst með væntumþykju fyrir landi og þjóð. Ekki vil ég sóa atkvæði mínu með að kjósa ekki eða skila auðu, svo hvað skyldi þá vera í boði fyrir mig þennan venjulega mann.

Björt Framtíð (A) = framlenging af Samfylkingu með blöndu af Besta flokknum ( klofningsbrot sem mér hugnast ekki.

Lýðræðisvaktin (L) =  klofningsbrot frá Samfylkingu og með Þorvald Gylfason í fararbroddi, eitthvað sem mér hugnast ekki.

Samfylking (S) = rörsýni á að innganga í ESB leysi allan vanda, deyjandi afl í bili enda helstu þingmenn og ráðherrar í felum.

Vinstri grænir (V) = sama tilvistarkreppan finnst mér og klofinn í Alþýðufylkingu( R) og Regnbogann (J)

Dögun (T)  ekki vænlegt þegar samstarfið byrjar á því að fólk fer að rífast og fara í fýlu og finnur sér síðan stað í öðru flokkabroti, Verð þó að taka fram að Andrea Jónsdóttir er skelegg og fylgin sér en þetta er ekki persónukjör.

Píratar (Þ) ungt fólk með framtíðina fyrir sér með áherslu á internetið og opið bókhald, gætu verið góð með en hrösun í frambjóðanda vali gæti haft áhrif á fylgið, ekki nógu sannfærandi fyrir mig, kannski er ég of gamall.

Þá eru bara tveir flokkar eftir því ég nenni ekki að hafa fyrir því að telja upp alla þá örflokka sem eftir sitja, ekki það að þeir séu slæmir heldur það að fylgið mælist lítið og einhverstaðar verður að setja mörk en þarna er fullt af góðu fólki sem örugglega á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni og það verður gaman að sjá hve margir þessara örflokka lifa eftir kosningar og þá koma þeir tvíefldir til leiks að fjórum árum liðnum.

Sjálfstæðisflokkur (D) þetta er sá flokkur sem ég hef alltaf kosið og verið stoltur af sem kjölfestu í Íslenskum stjórnmálum en nú er draumurinn búinn, innbyrðis átök skekja flokkin til falls þannig að hann þarf að fara í naflaskoðun og hreinsun, þetta er í fyrsta skipti sem ég kýs ekki XD en ég græt það ekki í þetta skiptið en vona að hann finni sig aftur þótt síðar verði því þarna er margt gott fólk.

Framsóknarflokkur (B) þetta er sá flokkur sem mér hugnast best og afhverju skyldi það vera. Þau hafa farið í gagngera endurskoðun, brotnar hafa verið burt morknaðar og fúnar undirstöður og steypt í mót málefnalegar stefnur sem gera Framsókn einn eftirsóttasta valkost síðari ára. Þau standa sterk þrátt fyrir mjög ómálefnalega og undirbeltis gagnrýni og sýndu það svo sannarlega í Ice save málinu að sameinuð eigum við að vera gagnvart öðrum þjóðum en ekki sundruð enda varð það svo að Ísland varð ekki bundið í skulda klafa ósanngjarna vaxta um ókominn ár sem gerið það dálítið klént að þeir sem hrópa hæst í gagnrýni á Framsókn fyrir óábyrg loforð fannst ekkert að því að borga Bretum og Hollendingum marga marga tugi milljarða í vexti og var það ekki síst sumir sem vildu  ekki aðeins borga þann 3. og síðasta heldur líka þann fyrsta og annan og ef ekki vegna lagalegrar skyldu þá ætti  það vera á siðferðislegum grunni. 

En auðvitað er það svo að fólk finnur sér farveg fyrir sínar hugsjónir og ekkert nema gott um það að segja en litlu flokkarnir eru eins og lítil börn sem þurfa að vaxa úr grasi, þau þurfa umhyggju og næringu og það gerist ekki á nokkrum mánuðum, það hefur enginn gott af því að fullorðnast of fljótt.Sumir eru að hafa áhyggjur af  því sem þeir kalla flokkshollustu þeirra sem styðja stærri flokkana og ýja að því með öllum ráðum að fólk sé blint ef það sér ekki sama sannleik og þeir en er ekki einfaldlega auðveldara að sjá flís í augum náungans frekar en bjálkann í sínum eigin og Framsókn má eiga það að þau detta ekki í sömu gryfju og margir aðrir að fara í skítkast og drullumak til að ryðja skoðunum sínum veginn.  Okkar  kertaljós verður ekkert bjartara við það þótt við slökkvum annara manna ljós og það ber að hafa í huga í kosningabaráttunni  sem og í lífinu öllu. Við erum einfaldlega öll meðbræður og systur hvort sem okkur líkar það betur eða ver.

Það skal tekið fram að þetta eru ekki leigupennaskrif heldur eingöngu verið að setja fram hugleiðingar alþýðumannsins sem búinn er að taka sína ákvörðun með þá sýn sem hann hefur á þjóðmálum í dag og á engan hátt verið að gera lítið úr skoðunum annara, þeir mega hafa hafa þær fyrir mér en kannski eru einhverjir sem eru sammála mínum skoðunum að einhverju leiti og þá er það bara gott og vonandi léttir þessi pistill þeim ákvörðunartökuna þegar kemur að því að fylgja sinni sannfæringu í kjörklefanum.    

Friðrik Már Bergsveinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hlýtur að styðja þessa farsælu ákvörðun þína að bæði D og B forðast eins og fjandann sjálfan að minnast á að nýta til aukinnar gjaldeyrisöflunar fiskimið landsins!

Í báðum herbúðum er galaður drykkjusöngurinn um besta fiskveiðkerfi heimsins þó við veiðum tæpan þriðjung þess sem við drógum á land fyrir daga kvótakerfis.

Og enda þótt þorskurinn sé að fylla alla firði og búa sig undir innrás.

Þú ætlar að styðja B og D í að greiða skuldir þjóðarinnar með exel eða/og gera eina hryðjyverkaárásina enn á náttúru landsins.

Hver fjandinn er hlaupinn í þessa þjóð eftir að hún hætti að láta sér nægja að læra að deila með tveim stöfum?

Er fólki um megn að skilja að þessu landi er stjórnað af stórútgerðum sem þurfa skortstöðu í aflaheimildum til að geta grætt meira þótt almenningur kosti ófögnuðinn?

Árni Gunnarsson, 13.4.2013 kl. 14:39

2 Smámynd: Friðrik Már

Rétt og rangt

Því hefur verið haldið fram að Framsóknarmenn vilji ekki tryggja þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Það er RANGT.

RÉTT er að Framsókn vill setja í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Framsókn hefur lagt sérstaka áherslu á það í umræðum um stjórnarskrá nú í vor að ná sátt milli flokka um að fyrir þinglok verði bætt í stjórnarskrána ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Framsóknarmenn vilja að tekið sé mið af ráðgjöf sérfræðinga varðandi orðalag slíks ákvæðis.

Margt má gera betur og ég er viss um að rýnihópur Framsóknar tekur mið af venjulegum sjómönnum þeir eru jú sérfræðingar líka.

Friðrik Már , 13.4.2013 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband