Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2010 | 16:07
Auðvitað
Auðvitað mætir Forsetinn á leikinn, hann kann sig á alþjóðavísu Forsetinn okkar, okkar þjóð er að gera það gott á EM og sjálfsagt að hálfu forystumanna okkar þjóðar að styrkja strákana " okkar " þegar færi gefst annað væri skítháttur. En það er óskiljanlegt að þótt Íþróttamálaráðherra væri meira fyrir bókina en lítið fyrir að sjá menn svitna í íþróttaleik þá hefði nú sómasamlegur framkvæmdastjóri Ríkistjórnar "forsætisráðherra" átt að hugsa aðeins út fyrir kassann og senda þótt ekki væri nema tvo ráðamenn ríkisins á leikinn um Bronsið. En það fer kannski öll orkan í að hugsa um hvernig hægt sé að halda áfram að klekkja á þjóðinni svo hún neyðist til þess á endanum að skríða í auðmjúkri ölmusu helferð í arma EB.
Forsetinn á leið til Vínarborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 23:45
Æ látið ekki svona
Ásbjörn áttaði sig nú á mistökunum þótt það væri rúmum 3. árum seinna, það var samt dálítið fyndið þegar hann var spurður hvenær hann hefði greitt þetta til baka.
Batnandi manni er best að lifa, annars er þetta í takt við annað í þessu þjóðfélagi.
Erlendis hefði þetta trúlega þótt brottrekstrarsök úr þingheimi.
Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2010 | 21:56
notum peninginn í eitthvað gáfulegra!
Frétt frá Alcan 2007.
Mjótt var á munum milli fylkinganna tveggja sem tókust á um framtíð álversins í Straumsvík í íbúakosningu þann 31. mars. Alls greiddu 12.747 atkvæði í kosningunni, eða um 76,6% þeirra sem voru á kjörskrá. 6.382 kjósendur voru andvígir stækkun en 6.294 hlynntir.
Frétt úr Fréttablaðinu frá í Okt 2009.
Kosið verður á ný meðal Hafnfirðinga um stækkun álversins í Straumsvík. Nægilegum fjölda undir skrifta hefur verið safnað í bænum til að kjósa verði aftur um deiliskipulagstillögu Alcan sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík.
Vonandi gilda ekki sömu reglur um þjóðaratkvæðagreiðslu annars gæti alltaf 1/4 þjóðarinnar farið fram á aðra kosningu of svo aftur og aftur. Þetta verður bara peningaeyðsla því auðvitað fellum við samninginn.
Enginn verður múlbundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 21:30
Hvað er að þingmönnum vg og samf.
Áfram halda sumir stjórnarliðar að berja hausnum við steininn og ljúga hiklaust eða hagræða sannleikanum ef því er að skipta til þess eins að þurfa ekki að bakka með þetta líka ömurlega frumvarp. HVER er að kjósa svona vitleysingja yfir sig. Það er ekki nóg að slökkva elda og þrífa brunarústir, það þarf að kunna það líka. Væri ekki nær að standa bökum saman, gleyma flokkapolitík eitt augnablik og vinna saman að vegsæld Íslands og nýta hverja þá hjálp sem okkur býðst. Í mínum huga er málið ósköp einfalt.
Fyrra frumvarpið með fínu fyrirvörunum er ekki lengur gilt, kannski sem betur fer.
Seinna frumvarpið verður aldrei að lögum því það yrði fellt, það væri nær að setja 230 milljónirnar sem færu í kostnað þjóðaratkvæðagreiðslu í eitt skynsamlegra td. gjöf frá ríkinu til mæðrastyrksnefndar eða annars góðs málefnis.
Nú þurfum við að nota meðbyrinn sem forsetinn opnaði á og skipa okkar hæfasta fólki í nefnd með erlendum ráðgjöfum og semja upp á nýtt, auðvitað vill enginn nema hörðustu ESB sinnar knésetja landið og kúga það undir yfirráð Brussel elítunnar og kannski örfáir snælduvitlausir Íslendingar sem væru þá best geymdir á hæli.
Ef íslendingum yrði gert að standa full skil á Icesave dæminu samsvaraði það um 12,000 á hvern Íslending (tæpum 2,2 milljónum króna ) en ef kostnaður yrði yfirfærður á skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi yrði kostnaðurinn rétt um 50 (9,000 kr) á hvern skattgreiðanda. Þetta kemur fram í máli Ann Pettifor sem er virtur hagfræðingur í Bretlandi. Daglega sér maður að alþjóðasamfélagið er betur og betur að sjá í hversu erfiðri stöðu Ísland er og hve ósanngjarnt það er að þröngva íslendingum til að bera allar byrðarnar af endurgreiðslunum og eins og Mrs Pettifor segir þá eiga Bretar og Hollendingar að hætta að beita þjóðinni efnahagslegum þrýstingi og fallast á sameiginlega ábyrgð þjóðanna á hruninu.
Hér með er skorað á alla þingmenn vora að hætta skotgrafar kjaftæðinu og fara að vinna fyrir kaupinu sínu í þágu okkar allra eða er það til of mikils mælst.
Góðar stundir
Lipietz vísar gagnrýni á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.1.2010 | 01:03
elsku karlinn minn!
Þarf ekki að fara að leysa þig af.
Hverju er búið að lofa þér, LÁVARÐARTIGN, KOFA Á LÓÐ DROTTNINGAR.
ÞAÐ SKYLDI ÞÁ ALDREI VERÐA AÐ VIÐ AUMINGJARNIR Á SKERINU Á NORÐURHJARA SKYLDUM ÞURFA AÐ ÁVARPA ÞIG SIR STEINGRÍMUR J.
Hvað er það sem fær þig til þess að vera á skjön við meirihluta þjóðarinnar ?
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2010 | 00:33
enn einn Íslendingurinn að væla !
Þetta er hárétt hjá Magnúsi Árna hvað varðar það álit sem við höfum á íslensku bankakerfi sem gjörsamlega brást því trausti sem almenningur hefur alltaf haft á bankastofnunum landsins frá upphafi og ekki nóg með það heldur hafa þessir slæmu kauphéðnar rúið landið allri þeirri góðri ímynd sem alþjóðasamfélagið hafði á okkur fyrir sem traust,heiðvirt og gott fólk sem býr á norðurhjara veraldar.
Auðvitað eru við að skammast okkar fyrir þessa menn og full sektarkenndar. Það er samt hætt við að á þetta verði litið sem enn eitt vælið frá íslendingum sem breytir ekki þeirri staðreynd að við sem íslendingar, hversu mikið sem okkur langar komum alltaf til með að virka út á við sem vælukjóar ef við reynum að bera hönd yfir höfuð okkar í þessu annars alvarlega máli. Samt er þetta með því betra sem frá okkur hefur komið.
Staðreyndin er þessi:
Við vildum vera með í alþjóðasamfélagi og gengum í EES, sem var gott og blessað, ef VG hefðu verið við stjórn síðustu áratugi værum við enn svo aftarlega á merinni hvað varðar almenn lífsgæði að heimurinn vissi varla að Ísland væri til, hvað þá að það væri búandi hér.
Við urðum að gangast undir þær reglugerðir sem EES buðu þar á meðal fjálst fjármagnflæði milli landa,okkar mistök voru að hafa ekki meira eftirlit með bankastofnunum og styrkja innlendan gjaldeyrirsforða, það er reyndar auðvelt að vera vitur eftir á, en þegar á þessum góðærisárum eru allmiklar tekjur búnar að renna í ríkiskassann og við allavega borguðum upp erlendar skuldir sem betur fer.
Við missum tökin, eftirlitsstofnanir ráða ekki neitt við bankana sem sem belgjast út eins og gorkúlur og velta bankana verða margfalt á við ríkið, það er strax farið að sporna við 2006 en ekkert gerist banka kerfið er einfaldlega ofvaxið ríkinu, þeim sem reyndu að benda á hættur voru einfaldlega öfundsjúkir hatarar viðskipta snillingana eða einfaldlega svartsýnismenn í eðli sínu og best geymdir þar sem sólin aldrei skín.
Svo hrynur allt!
Auðvitað er þetta ekki okkur að kenna, en málið er einfalt, þetta er okkur að kenna upp að vissu marki.
Þegar kapítalismi bandaríkjamanna byrjar að gefa sig með falli Lehmans Brother og alþjóðlegi fjármálheimurinn hriktir er ekki nema von að spilaborg íslenskara bankamanna falli um sjálfa sig og við vælum, þetta er öllum öðrum að kenna. Við leyfðum þessum mönnum að komast upp með þessa hluti og nutum að mörgu leiti góðs af en okkur ber skylda til að að standa okkar pligt í samfélaginu og standa skil á okkar.
En Bretum og Hollendingum er ekki stætt á að stilla okkur upp við vegg og segja okkur hvað við eigum að borga með vöxtum og vaxtavöxtum, það einfaldlega er og verður ekki svo.
Með tilkomu ákvörðunar forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu breyttist náttúrulega margt, ákvörðun ríkisstjórnarinnar að borga þegjandi og hljóðalaust var hrundið ( enn er spurning hvað hefur vakið fyrir þeim í þeim efnum) og nú er loksins kominn pressa á að íslendingum verði sýnd sanngirni í þessum samningum og í stað þess að senda svefnvana Svavar til þess að klára málið verði skipuð samningsnefnd alla flokka til þess að ljúka málinu á sanngjarnan hátt. Auðvitað þurfum við að borga, það er bara spurningin um hvað mikið.
Í guðana bænum ef kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu stöndum á móti þessari óláns ríkisstjórnog fellum þessi ólög og treystum því að okkur beri gæfa til að semja betur við Breta og Hollendinga.
Skammast sín fyrir bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2010 | 20:35
Þetta er með ólíkindum!
Íslendingar eru að setja nöfn sín á Hollenskan undirskriftalista, þetta er svo fáranlega vitlaust að fólk skuli gera svona nokkuð til þessað eyðileggja hluti og minnka áráðanleika slíkrar undirskrifta söfnunar, þetta er einfaldlega svo heimskt. Mér finnst trúleagst að þetta séu Samfylkingafólk eða VG sem eru að sjáfsögðu komnir út í horn í þessu máli og róa öllum árum til þess að fela eigin vanmátt í stað þess að vinna að málum að heilindum með þjóðarhag að leiðarljósi. Mér þykir miður að særa nokkurn en þetta er bara það sem mér finnst eftir að hafa fylgst náið með alþingisumræðum allt síðasta ár. Samfylkingin skal í EU hvað sem það kostar og hvað er að krauma í heila Steingríms J, það þætti mér gaman að vita, því það eina sem virðist vanta á hausinn á karlinum eru horn, þvílíkur er ofsinn að hafa rétt fyrir sér og keyra Icesave ólögin í gegn sem fyrst. Hvað veit þessi maður sem við vitum ekki
Eftir að hafa fylgst með bloggum á bresku blöðunum er ég alltaf að sjá betur og betur hvað við Íslendingar eru barnalegir og hugsum aðeins um það sem stendur okkur næst án þess að hugsa um okkur sem þjóð. Ég er alltaf að skammast mín meir og meir fyrir að vera Íslenskur þegn og þurfa að horfa upp á landa mína skíta upp á bak í vitleysisgangi. Það er á mörkunum að mér finnst við Íslendingar vera hæfir í allþjóðasamfélag, við kunnum ekki að skammast okkar og högum okkur eins vanvitar, svei mér þá ég held að það sé meiri þroski hjá börnum á leikskóla heldur en þeim sem hafa verið að blogga erlendis og skrifa undir slíka lista sem þennann. Kannski erum við ekki hæf til þess að ganga laus.
Hollendingar skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2010 | 14:50
Ljós í myrkri
Það að Forseti vor skuli taka sér umhugsunartíma varðandi Icesave lögin er bæði rétt og skynsamlegt, Það var búið að samþykkja lög á Alþingi í Ágúst s.l. með þeim fyrirvörum sem allir flokkar komu sér saman um að yrðu að vera inni.
Þessu skilaði forseti frá sér með sérstakri áritun þess efnis að hann skrifi undir lögin vegna þess að fyrirvararnir eru inni og nú snýst mat hans um hvort við eigum að beygja okkur undir vald Breta og Hollendinga og breyta fyrri lagasetningum á Alþingi eða slá í borðið eins og þorri þjóðarinnar vill og láta fyrri lagasetningu standa með sínum fyrirvörum. Við eigum nú að kallast sjálfstæð þjóð.
Auðvitað hlýtur Hr. Ólafur að sjá það að með því að samþykkja gjörninginn sem framin var í lok ársins væri hann fyrir hönd þjóðar sinnar að leggja blessun sína yfir að stjórnvöld væru ekki aðeins farin að beygja sig fyrir ægivaldinu heldur komin á hnén skríðandi í skítnum eins og barinn hundur, mænandi tárvotum augum á fyrirheitna landið EB með von um að tilfalli molar af nægtarborði hinna miklu lénsherra í framtíðinni.
Við erum sterk og dugmikil þjóð og eigum að vera stolt af sjálfstæði okkar og við eigum að sína umheiminum að við stöndum saman og látum ekki brjóta okkur niður vegna fáeinna útrásavíkinga sem jú fóru offari í græðgisvæðingu og völtuðu yfir allt og alla, en það er ekki eins og hinn endinn sé sárasaklaus, bankarnir,vogunarsjóðirnir sem lánuðu okkur og jafnvel ekki heldur Breskir innistæðueigendur sem í græðgiskasti sem fór yfir alla heimsbyggðina færðu fé sitt í ICESAVE vegna loforða um hærri vexti.
Það að Forsetinn skuli taka sér frest til þess að afgreiða þetta mál er vonandi ljósið í myrkrinu og verður vonandi til þess að augu heimsins opnist fyrir óréttlætinu sem okkur er sýnt og Bretar sjái að sér og samþykkja fyrri afgreiðslu okkar á Icesave með fyrirvörunum.........
Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 00:44
42.528
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2009 | 08:50
bookinhotels, NEI Booking.com, JÁ
Mér brá við þennan lestur því að í huga mér tengdi ég þetta svikafyrirtæki við annað netsölu fyrirtæki sem ég hef skipt við til fjölda ára www.booking.com sem alltaf hefur reynst mér vel. Í gegnum www.booking.com hef ég pantað ófáar gistinætur í gegnum árin á fínum hótelum á langódýrasta verðinu oft á tíðum. Mér er því stórum létt að ekki skuli vera um sama fyrirtæki að ræða þótt nöfnin séu lík við fyrstu sýn.
Eins vil ég koma á framfæri við fólk sem er að versla á netinu er að vera með sérstakt kreditkort helst fyrirframgreitt sem notað er í slík viðskipti þannig að ef fólk er óheppið og kortanúmerið lendir í höndum óprúttinna aðila þá er auðveldara að frysta kortið og skaðinn minni og svo auðvitað að fá staðfestingu á kaupum frá viðkomandi fyrirtæki hvort sem það er hótel eða eitthvað annað, slík staðfesting berst yfirleitt innan 48 tíma.
Varað við svikamyllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)