Fyrningu þótt fyrr hefði verið!

Það virðist sama hvert litið er, spillingin þrífst í öllum skúmaskotum og hver og einn virðist fyrst og fremst hafa áhuga á að skara eld að sinni köku og þeirra sem þeim tengjast en hagsmunir þjóðarinnar eru fyrir borð bornir eins og þeir skipti minna máli.

Að mínu mati er alveg sama hversu gott fólk við veljum til þess að vera í forsvari í okkar málum, því að á meðan flokkavald og innri klíkur stjórna öllu bak við tjöldin breytist ekkert því það er eins og kerfið sé einfaldlega alltof sjúkt, þetta er maður búinn að sjá í gegnum síðustu átatugi og blöskrar alltaf meir og meir

EN HVAÐ ER TIL RÁÐA !

Svarið er einfalt, nú er kominn tími fyrir Íslenska þjóð að taka ábyrgð á sínum málum og hætta að leyfa misvitrum ráðamönnum að leika sér með fjöregg þjóðarinnar í eiginhagsmunarskyni og valdagræðgi.

1)
Fiskurinn í sjónum er okkar.

Útgerðirnar eru meira og minna yfirskuldsettar og óhjákvæmilega þarf að skuldbreyta og afskrifa skuldir hjá flestum þeirra og nú er lag að setjast niður og finna flöt á því að skila inn kvótanum í samræmi við skuldir sem verða hvort sem er afskrifaðar í náinni framtíð. Þetta myndi strax rýra áhrif hreðjataks peningamanna á íslenskum stjórnmálum og þetta yrði til þess að þeir sem vilja veiða leigja árlegan kvóta af ríkinu og það yrði að sjáfsögðu eins og í almennum reglum að þeir sem skulda skatt og önnur obinber gjöld sitja ekki við sama borð og önnur fyrirtæki sem standa sig, með því myndi hreinsast út óæskileg eða illa rekin fyrirtæki.

Megnið af þeim útgerðum sem eru starfandi í dag hafa tekið lán fyrir sínum kvótakaupum og að sjálfsögðu hugnast þeim illa að skerða rétt sinn til veiða og sitja uppi með skuldirnar. Við þurfum að átta okkur á því að flestir þeir sem fengu kvóta á silfurfati hafa notað peninginn í allkyns brask ss. fasteignakaup,yfirtökur á fyrirtækjum og annað en stór hluti þessara blóðpeninga hafa eflaust tapast í gegndarlausum darraðadansi fjármálamanna sem enginn mátti hnýta í og auðvitað var verið að hygla flestum þeirra með neyðarlögunum sem ábyrgðust allar innistæður til fulls í íslenskum bönkum í stað þess að setja mörkin við eitthvað hámark sem all flestir hefðu sætt sig við, þá hefðum við ekki fengið Breta og Hollendinga svona mikið upp á móti okkur sem raun bar vitni .

Hvaða skynsemi var í því að einhver geti áunnið sér kvóta, hætt síðan útgerð og leigt kvótann í braski árum saman og sá sem vill sækja sjóinn verði að leigja kvóta á uppsprengdu verði svo "eigandi" kvótans geti lifað í vellystingum á sólaströnd.

Þetta var raunveruleikinn en nú á þjóðin að nota tækifærið og krefjast réttar síns og að úrbótum verði komið á hið fyrsta og allt stjórnkerfið verði tekið til endurskoðunar, það er einsýnt að kerfið er sjúkt og það þarf að stokka allt upp á nýtt. Við eigum að kaupa okkur utanaðkomandi hjálp, því glöggt sér gests augað, og það sem við þurfum er að rífa upp spillinguna með rótum og stokka almennilega upp í öllu þjóðfélaginu því völdin verða alltaf þeirra sem mergsjúga sig á kerfið hvort heldur sem ræður för peningasýki eða valdagræðgi.

2)
Þjóðstjórn næstu 2. ár með hæfu fagfólki með að minnsta kosti 25% af erlendri sérfræði þekkingu í hagstjórn og siðfræði, Það verður sárt fyrir þá sem hafa haft völdin en engu að síður nauðsynlegt til uppbyggingar á heilbrigðu samfélagi. Uppstokkun á flokkunum er nauðsynleg til þess að geta haft hér lýðræðislega stjórnarhætti, og að tveimur árum liðnum ættu nýjir flokkar að vera í stakk búnir að taka við stjórrnartaumum af heilindum.

3)
Gleymum ESB draumi Samfylkingar og vinnum með frændum vorum Norðmönnum.
Það ætti að vega þungt í aðstoð frá þeim að við myndum skuldbinda okkur til þess að feta sama veg og þeir í Evrópu málum.
Í bili eru alltof mörg ríki Evrópu í slæmum málum gagnvart ESB má þar nefna Spán, Írland, Grikkland og fl.
Auk þess sem við myndum alltaf vera að basla við að halda okkur fyrir ofan eitthvað lágmark gagnvart ESB fyrir utan það að þessi litla þjóð yrði eins og krækiber í helvíti í 500 milljón manna samfélagi.

Áfram Ísland


mbl.is Vara við hugmyndum um fyrningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband