7.7.2012 | 11:46
Skítkast af verstu gerð
Davíð Þór fer að mínu mati margfaldlega yfir strikið í grein sinni um forsetann og greinilegt að að þar er ekkert heilagt í þeim efnum hjá honum að kasta skít sem mest hann má til þess eins að gera forsetann tortryggilegan daginn fyrir kosningar en mér er til efs um að nokkur heibrigð sál hafi ekki séð í gegnum þetta plott sem reyndar lýsir sálarástandi Davíðs Þórs á frekar átakanlegan hátt og miðað við orðin sem eru notuð er spurning hvort Davíð Þór eigi yfir höfuð heima í þjóðkirkjunni sem kirkjunnar þjónn.
Hann reyndar afsakar hálfpartinn gýfuryrðin og hvetur fólk að líta fram hjá þeim sem er reyndar gömul brella, orðin eru sögð og ekkert tekur þau til baka en það að svona hæfileikaríkur maður á ritvellinum leyfi sér að nota slíkt orðafæri er ofar mínum skilningi því hann hefði getað komið allri sinni sálarangist á framfæri á hóflegri hátt.
En hluturinn er gjörður og fátt annað fyrir Davíð þór en að taka því sem að höndum ber og auðvitað ber honum að vera ábyrgur gjörða sinna eins og aðrir menn og fyrst kirkjan tekur ekki á málum sem hún þó hefði átt að gera með áminningu til síns þjóns að hann gæti siðvandara orðavals og hafi í huga að alltaf skal höfð aðgát í nærveru sálar og kannski sérstaklega þegar um er að ræða svona obinbert skítkast, sem stór hluti þjóðarinnar les, í garð forsetans sem er jú verndari þjóðkirkjunnar og þar með yfirboðari Davíðs Þórs.
Vonandi höfðar Guðni Ágústsson gegn Davíð Þór, þó ekki væri nema til þess að fá úr því skorið hversu langt menn mega ganga í svona obinberu skítkasti og ef Davíð Þór yrði á einhvern hátt sakfelldur þá væri eftirleikurinn auðveldur fyrir nýja biskupinn sem reyndar kom aðeins á óvart með hlutleysi sínu eins og hún hefði ekki lesið téðan pistil.
En ég segi bara ef Davíð þór er ímynd hins Nýja Íslands þá mega Íslendingar vara sig og biðja algóðan Guð um vernd.
Davíð svarar Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.