Stærsta málið framundan " Réttindamál heimilana "

Frosti stendur sig vel og virðist vera ferskur andblær inn í Framsóknarflokkinn.

Og Framsóknarflokkurinn má eiga það að þau hafa staðið föst fyrir í einu stærsta réttindamáli þjóðarinnar og trúlega er þetta stærsti sigurinn fyrir þau og kemur sér vel í aðdraganda kosninga.

Kosningar næstu koma til með að snúast um heimilin í landinu og atvinnu uppbyggingu, ef ekki getum við alveg eins beðið frændur okkar Norðmenn að taka við okkur aftur.


mbl.is Eftir Icesave er komið að heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hagur heimilanna byggist á hversu hagkvæm viðskiptakjör okkar erlendis eru.

Hefði Icesave málið verið leyst með samningum hvort sem er fyrir 2, 3 eða 4 árum þá hefðum við notið betri viðskiptakjara.

Traustið gagnvart okkur var ekki upp á marga fiska og eitt markmiðið af þessum samningum var að bæta það.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 11:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tilrú á Íslandi og Íslendingum hlýtur þá að eflast til muna núna þegar umheimurinn sér hyggjuvitið sem hér býr að baki og ber það saman við klaufaganginn og vandræðin sem eru í gangi á evrusvæðinu.

Guðjón. Hvaða áhrif hefur Icesave haft á viðskiptakjör? Ég veit ekki betur en að áhrifin hafi einangrast við lánshæfismat og slíkt, sem skiptir kannski máli fyrir vexti á lánum en ekki þegar þau kaupir kaffi eða bensín.

Þú þarft því að skilgreina nánar hvað átt er við með viðskiptakjörum áður en þú setur fram svona órökstuddar fullyrðingar.

Ef þú ert að tala um hugsanleg áhrif af óleystu Icesave máli undanfarin 2-3 ár á vaxtakjör í erlendum lántökum. Þá langar mig bara að benda á að kjarni Icesave málsins snerist um að leggjast gegn erlendri skuldsetningu. Það er einmitt með því að draga úr skuldsetningu sem við lækkum vaxtabyrðina, hafirðu áhuga á því. Vaxtakjör skipta máli þegar lán eru tekin, en skipta engu máli ef það á ekki að taka lán.

Þeir sem berjast fyrir "betri kjörum erlendis" fatta ekki að með því eru þeir oft að taka undir í meðvirkni með málflutningi þeirra sem vilja skuldsetja okkur erlendis til að eyða í ýmis ruglverkefni og byggja sér hallir.

Sértu hinsvegar að meina viðskiptakjör í þeirri merkingu hversu hátt verð við borgum fyrir innflutan varning, þá fæ ég ekki séð að Icesave hafi þar nein áhrif. Stærsti einstaki liðurinn í innflutningi til landsins er líklega eldsneyti en verð á því er ákvarðað á heimsmarkaði, ekki af Icesave. Sama á við um kaffi, timbur, ýmis önnur byggingarefni. Og í raun langstærstan hluta innflutnings okkar, sem hefur ekkert með Iceasave að gera.

Lokaspurning: afhverju ertu að reyna að verja ranga afstöðu út fyrir gröf og dauða? Er ekki eitthvað dálítið óheilbrigt við það? Getur verið að Já-stefnan sé orðin að þráhyggju hjá sumum?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband