20 % niðurfelling skulda

Það er mikið rætt um að sú leið sem Tryggvi þór Herbertsson og Framsóknarflokkurinn vilji fara sé villt og óraunhæf.
Meira að segja nýi viðskiptaráðherrann sló þetta út af borðinu vegna þess að þessi leið myndi ekki þjóna fjöldanum, þar sem meirihluti skuldsettra íbúðareigenda þyrfti ekki á slíkri ráðstöfun að halda því " þeir væru ekki nógu illa staddir."

Ég veit ekki betur en að allir Íslendingar komi til með að taka á sig skellin í formi skulda, hækkunar vaxta og lækkunar krónunar svo ekki sé minnst á fáranlega háa stýrivexti sem eru að drepa niður allt viðskiptalíf og ef þetta komi í veg fyrir fjölda gjaldþrot ætti að mínu mati að skoða það af fullri alvöru.

Ég er búinn að tapa nokkrum viðskiptakröfum á síðasta ári vegna gjaldþrota og það sem vekur mesta furðu mína er þessi setning í úrskurði um skiptalok "engar eignir fundust í búinu og er skiptum lokið" og auðvitað er það í mannlegu eðli að passa sitt en það að í meirihluta allra skipta hjá fyrirtækum og einstaklingum skuli ekki finnast eignir er hreint með ólíkindum og ekki á það eftir að batna í framtíðinni ef fram heldur sem horfir.

Þá held ég að niðufellinga leiðin geti skipt sköpum fyrir marga, sérstaklega þá sem misst hafa vinnuna eða þurft að skerða sig í launum. Því hefur verið haldið fram að Tryggvi Þór væri handbendi minnihluta fólks sem skuldaði háar upphæðir og niðurfellinga leiðin væri einna helst í þeirra þágu en það ætti að vera hægt að koma reglu á það eins og hvað annað, td. með því taka meðaltal á skuldum einstaklinga og fyrirtækja sem ekki eru almenn hlutafélög og búa til hámarksviðmið skulda og reikna síðan niðurfellingu samkvæmt því.

Tökum dæmi hjón sem skulduðu 50 milljónir í fyrra í eign sem metin hafi verið á 100 milljónir þannig að lánshlutfall hafi verið undir mörkum um 50%, en nú sé lánið komið í 70 milljónir og eignin hafi rýrnað um 20 % þá er fljótreiknað að það geti verið hagur fólks að minnka strax skuldir um 20--25 % svo fólk geti haldið haus og borgað af sinni eign því þetta er vandamál sem við öll verðum hvort eð er að taka á í sameiningu. Ef hámarksviðmið væri um 100 milljónir skiptir ekki máli hvort þú skuldaðir 200 ea 500 milljónir þú fengir bara niðurfellingu miðað við 100 milljónir.

Mér finnst rök Tryggva skynsamleg í ljósi þess að gjaldþrot tekur langan tíma svo ekki sé minnst á allan þann mannafla og kostnað sem því fylgir.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband