11.1.2010 | 21:30
Hvað er að þingmönnum vg og samf.
Áfram halda sumir stjórnarliðar að berja hausnum við steininn og ljúga hiklaust eða hagræða sannleikanum ef því er að skipta til þess eins að þurfa ekki að bakka með þetta líka ömurlega frumvarp. HVER er að kjósa svona vitleysingja yfir sig. Það er ekki nóg að slökkva elda og þrífa brunarústir, það þarf að kunna það líka. Væri ekki nær að standa bökum saman, gleyma flokkapolitík eitt augnablik og vinna saman að vegsæld Íslands og nýta hverja þá hjálp sem okkur býðst. Í mínum huga er málið ósköp einfalt.
Fyrra frumvarpið með fínu fyrirvörunum er ekki lengur gilt, kannski sem betur fer.
Seinna frumvarpið verður aldrei að lögum því það yrði fellt, það væri nær að setja 230 milljónirnar sem færu í kostnað þjóðaratkvæðagreiðslu í eitt skynsamlegra td. gjöf frá ríkinu til mæðrastyrksnefndar eða annars góðs málefnis.
Nú þurfum við að nota meðbyrinn sem forsetinn opnaði á og skipa okkar hæfasta fólki í nefnd með erlendum ráðgjöfum og semja upp á nýtt, auðvitað vill enginn nema hörðustu ESB sinnar knésetja landið og kúga það undir yfirráð Brussel elítunnar og kannski örfáir snælduvitlausir Íslendingar sem væru þá best geymdir á hæli.
Ef íslendingum yrði gert að standa full skil á Icesave dæminu samsvaraði það um 12,000 á hvern Íslending (tæpum 2,2 milljónum króna ) en ef kostnaður yrði yfirfærður á skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi yrði kostnaðurinn rétt um 50 (9,000 kr) á hvern skattgreiðanda. Þetta kemur fram í máli Ann Pettifor sem er virtur hagfræðingur í Bretlandi. Daglega sér maður að alþjóðasamfélagið er betur og betur að sjá í hversu erfiðri stöðu Ísland er og hve ósanngjarnt það er að þröngva íslendingum til að bera allar byrðarnar af endurgreiðslunum og eins og Mrs Pettifor segir þá eiga Bretar og Hollendingar að hætta að beita þjóðinni efnahagslegum þrýstingi og fallast á sameiginlega ábyrgð þjóðanna á hruninu.
Hér með er skorað á alla þingmenn vora að hætta skotgrafar kjaftæðinu og fara að vinna fyrir kaupinu sínu í þágu okkar allra eða er það til of mikils mælst.
Góðar stundir
Lipietz vísar gagnrýni á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott blogg hjá þér Friðrik Már ég held að við séum komin að krossgötum stjórnkerfið okkar eins og það er upp byggt virkar ekki á ögurstundu vegna flokksgræðgistefnu spillingar og sjálfsdýrkunar við verðum að leggja fjórflokkskerfið niður og stokka upp á nýtt með öðrum áherslum.
Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 01:35
"Seinna frumvarpið verður aldrei að lögum því það yrði fellt, það væri nær að setja 230 milljónirnar sem færu í kostnað þjóðaratkvæðagreiðslu í eitt skynsamlegra td. gjöf frá ríkinu til mæðrastyrksnefndar eða annars góðs málefnis."
Svona orðar þú þetta hér fyrir ofan.
Ég spyr:
hver á að ákveða hvort tekur því að kjósa um einstök mál eða ekki? Eða jafnvel ákvarða hvort taki því að hafa þetta þreytulega alþingi? Eigum við að fá einn "sterkan aðila til að ráða fyrir okkur? Kannski Ólafur Ragnar Grímsson ? Eða Davíð Oddsson? Allavega hafa þeir báðir sýnt skýr merki um sólkonungs komplexa í gegnum tíðina.
(fregnir herma að Hitler sé dauður)
drilli, 12.1.2010 kl. 11:59
Takk fyrir góða ábendingu Drilli,
Ég hefði mátt orða þetta betur þannig að það kæmi bersýnilega í ljós hveru óþarft MÉR finnst þjóðaratkvæðagreiðsla vera akkúrat um þetta einstaka mál. Við kjósum okkur fulltrúa á þing til þess að setja niður og ræða hin ýmsu mál á lýðræðislegan hátt, en þegar svona mjótt er á munum og stór hluti þjóðarinnar er á móti gjörðum ríkisstjórnarinnar þá var sjálfgefið að Forsetinn hlaut að vísa þessu til þjóðarinnar. En þótt svo að hann hafi gert það er ekki útilokað að þingmenn gætu sest niður og ákveðið að semja upp á nýtt á nýjum forsendum við Breta og Hollendinga og þá væri þjóðaratkvæðagreiðsla óþörf. Í upphafi bankahrunsins var Íslendingum stillt upp við vegg og þá er hætt við að menn hafi sagt og lýst ýmsu yfir í þeim atgangi sem var og menn hafa verið virkiega hræddir um að alþjóðasamfélagið lokaði algjörlega á okkur og landið hefði einangrast, en nú er liðið rúmt ár og álit heimsins hefur breyst á gjörðum okkar og margt sem bendir til að við næðum miklu betri samningum við Breta og Hollendinga nú en áður. En mér hrýs hugur við því ef svo óíklega vildi til að hræðsluáróður stjórnarliða yrði til þess að frumvarpið yrði að lögum með NAUMUM meirihluta, þvílík hneisa það yrði að mínu mati.
Hvað varðar leiðtoga, þá veitti þessari þjóð ekki af sterkum leiðtoga til þess að draga hana upp úr þessum aðstæðum, þú nefnir Ólaf Ragnar, Davið og Hitler, ég læt þig dæma um það hver sé hæfastur. en það er deginum ljósara að mínu mati að Íslendingar er að megninu til afskaplega agalaus þjóð eins og hægt er að sjá á svo mörgu í okkar samfélagi og kannski veitti okkur ekki af sterkum og öguðum einræðisherra í einhver ár til þess að siða okkur til.
Friðrik Már , 12.1.2010 kl. 22:00
"Sterkur og agaður einræðisherra" segir þú. Það hlýtur að vera í fljótfærni því að slíka stjórnarhætti vill enginn í nútíma þjóðfélagi, ekki þú heldur leyfi ég mér að fullyrða.
En hver yrði hæfastur af þeirri flekkóttu þrenningu sem nefnd er hér fyrir ofan ? Þú eftirlætur mér að dæma það og ég skal reyna.
Óli : Hann er nú ekki agaðri eða samkvæmari sjálfum sér en svo að þegar kannanir sýndu 70% þjóðarinnar mótfallin ICESAVE 1st edition þá skrifaði hann undir en breytti rökum sínum all herlega þegar hann skrifaði undir ICESAVE 2nd edition. Og svo má rifja upp flokkaflakkið í den. = FALLEINKUN
Dabbi : Það ólíkindatól og stríðsmangari er að mínu mati lööööööngu búinn að afskrifa sig sjálfur, ekki færum við að reisa upp á ný verkstjórann að grunnlagningu hruna aðstæðna á Íslandi! (talandi um það,hvort sem fólk kysi xD eða ekki í dag, þætti ekki flestum absúrd ef hann væri ennþá seðlabankastjóri ! ? ! spáðu í það) =FALLEINKUN
Dolli : Líklega gerði Hitler minnstan skaða þessara þriggja héðanaf, hann er jú dauður !!!!!
En þetta eru nú útúrsnúningar.
Það sem mér þykir verst er að þeir sem mest reyna að gera sig gildandi í þessari ICESAVE umræðu, bæði alþingismenn sem og hinir ýmsu sérfræðingar bæði sjálfskipaðir og aðrir til þess menntaðir, allt of margir þeirra tala eins og Ayatollah Khomeini eða Gunnar í Krossinum, þeir búa yfir hinum eina og rétta sannleik, og jafn oft og ekki virðist æði stutt í það sem jaðrar við hatur eða ofstæki.
En veröldin er nú samt ekki svart/hvít,ég tek nú það stórt upp í mig að fullyrða það, og þó svo þjóðin sé komin með bakið upp að vegg, þá treysti ég mér ekki til að kveða upp úr hverjum er um að kenna , núverandi og fyrri ríkisstjórnir,Svavar Gestsson,Ólafur Ragnar,áramótaskaupið eða ???? Kannski allt af þessu og meira til,ekki veit ég þó ég sé að ropa þetta á netinu,en það kemur ekki að sök, besserwisserarnir eru á hverju strái.
bestu kveðjur, áfram Ísland !
drilli, 13.1.2010 kl. 01:10
Bestu kveðjur, áfram Ísland
Þarna erum við sammála Drilli, auðvitað á þjóðin að standa saman í stað þess að deila innbyrðis og hverjum er um að kenna kemur sagan til með að dæma um þegar fram líða stundir.
góðar stundir.
Friðrik Már , 13.1.2010 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.