24.1.2010 | 14:06
Tilvistarkreppa !
Ég verð að játa að til stóð að standa með mínu fólki í prófkjöri sjálfstæðismanna i Reykjavík en þegar á reyndi hætti ég við og ákvað að sitja hjá og nýta ekki atkvæðissrétt minn, ekki það að ég hefði ekki trú á fólki til góðra verka heldur það að ég er búinn að missa alla trú á við íslendingar getum yfir höfuð komið okkur út úr þeirri skítaholu sem við höfum grafið okkur hvort sem er í sveitarstjórnar málum eða landsmála pólitík.
Það virðist sama hvert litið er, spillingin þrífst í öllum skúmaskotum og hver og einn virðist fyrst og fremst hafa áhuga á að skara eld að sinni köku og þeim sem þeim tengjast en hagsmunir þjóðarinnar fyrir borð bornir eins og þeir skipti minna máli.
Að mínu mati er alveg sama hversu gott fólk við veljum til þess að vera í forsvari í okkar málum, því að á meðan flokkavald og innri klíkur stjórna öllu bak við tjöldin breytist ekkert því það er eins og kerfið sé einfaldlega alltof sjúkt, þetta er maður búinn að sjá í gegnum síðustu átatugi og blöskrar alltaf meir og meir.
Við bankahrunið var tilefni til breytinga, aftur þegar kosið var Alþingis síðasta vor og aftur núna þegar Forsetinn synjaði Icesave vitleysunni, þá átti að vera krafa þjóðarinnar allrar til algerrar uppstokkunar en ekkert gerist. Fólk kaus yfir sig aftuhaldssaman forpokaðann stjórnmálamann og heilan flokk, Samfylkinguna, sem var enginn eftirbátur Sjálfstæðisflokks í spillingu og valdagræðgi, er fólk virkilega að ætlast til þess hlutirnir breytist.
Það hefur lítið farið þeim mótmælum sem gerð hafa verið eftir VG búsáhaldabyltinguna forðum, það hefði verið hægt að setja upp fjóra fótboltavelli á Austurvelli sl. Laugardag án þess að ganga á pláss þeirra sem voru að mótmæla svo fá voru þau, en auðvitað var rigningasuddi þennan dag flestir eflaust þreyttir og þunnir eftir erfiðan Bóndadag allavega virðast Íslendingar kæra sig kollótta um hversu langt er verið að seilast og byggja skjaldborg um rotið kerfi banka og annara valdstofnanna
Nú fer bráðlega í hönd önnur kosning, það verður kosið um framtíð Íslands í þjóðartkvæðagreiðslu hvort okkur beri að greiða Icesave reikninginn með afar kostum Breta og Hollendinga og það er borðleggjandi að bæði VG og Samfylking munu berjast með kjafti og klóm til þess að af því verði því það er um líf eða dauða að tefla fyrir þessa flokka hverjar lyktir verða og þeir hafa sýnt að þeir eru ekki traustsins verðir og hugsa meira um eigin valdasýki en þjóðarhag, en ef hinsvegar þjóðinni auðnast að sjá hlutina í samhengi og fella þennan skelfilega gjörning þá er einsýnt að samið verður betur því augu alþjóðarsamfélagsins hafa opnast fyrir því óréttlæti sem Íslensku þjóðinni hefur verið sýnt með því að stilla henni upp við vegg og hún skuli borga ekki bara með vöxtum heldur vaxtavöxtum langt inn í framtíðina og verði eins og hreppsómaginn forðum sem þvældist á í milli bæja hrakinn og niðurlægður og átti sér einskis von um betra líf enda oft minna virði en skepnurnar sjálfar.
EN HVAÐ ER TIL RÁÐA !
Svarið er einfalt, nú er kominn tími fyrir Íslenska þjóð að taka ábyrgð á sínum málum og hætta að leyfa misvitrum ráðamönnum að leika sér með fjöregg þjóðarinnar í eiginhagsmunarskyni og valdagræðgi.
1)
Fiskurinn í sjónum er okkar.
Útgerðirnar eru meira og minna yfirskuldsettar og óhjákvæmilega þarf að skuldbreyta og afskrifa skuldir hjá flestum þeirra og nú er lag að setjast niður og finna flöt á því að skila inn kvótanum í samræmi við skuldir sem verða hvort sem er afskrifaðar í náinni framtíð. Þetta myndi strax rýra áhrif hreðjataks peningamanna í íslenskum stjórnmálum og þetta yrði til þess að þeir sem vilja veiða leigja árlegan kvóta af ríkinu og það yrði að sjáfsögðu eins og í almennum reglum að þeir sem skulda skatt og önnur obinber gjöld sitja ekki við sama borð og önnur fyrirtæki sem standa sig, með því myndi hreinsast út óæskileg eða illa rekin fyrirtæki.
2)
Taka þarf allt stjórnkerfið til endurskoðunar, hver man ekki eftir þáttunum Já Ráðherra þar sem aðstoðarmaðurinn réð öllu, það er einsýnt að kerfið er sjúkt og það þarf að stokka allt upp á nýtt. Við eigum að kaupa okkur utanaðkomandi hjálp, því glöggt sér gests augað, og það sem við þurfum er að rífa upp spillinguna með rót og öllu og stokka almennilega upp í öllu þjóðfélaginu því völdin verða alltaf þeirra sem mergsjúga sig á kerfið hvort heldur sem ræður för peningasýki eða valdagræðgi.
3)
Þjóðstjórn næstu 2. ár með hæfu fagfólki með að minnsta kosti 25% af erlendri sérfræði þekkingu í hagstjórn og siðfræði, Það verður sárt fyrir þá sem hafa haft völdin en engu að síður nauðsynlegt til uppbyggingar á heilbrigðu samfélagi. Uppstokkun á flokkunum er nauðsynleg til þess að geta haft hér lýðræðislega stjórnarhætti, og að tveimur árum liðnum ættu nýjir flokkar að vera í stakk búnir að taka við stjórrnartaumum af heilindum.
$)
Gleymum ESB draumnum í bili og vinnum með frændum vorum Norðmönnum.
Það ætti að vega þungt í aðstoð frá þeim að við myndum skuldbinda okkur til þess að feta sama veg og þeir í Evrópu málum. Í bili eru alltof mörg ríki Evrópu í slæmum málum gagnvart ESB má þar nefna Íra, Grikki og fl.
Við myndum alltaf vera að basla við að halda okkur fyrir ofan eitthvað lágmark gagnvart ESB fyrir utan það að þessi litla þjóð yrði eins og krækiber í helvíti í 500 milljón manna samfélagi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.