28.12.2009 | 08:50
bookinhotels, NEI Booking.com, JÁ
Mér brá við þennan lestur því að í huga mér tengdi ég þetta svikafyrirtæki við annað netsölu fyrirtæki sem ég hef skipt við til fjölda ára www.booking.com sem alltaf hefur reynst mér vel. Í gegnum www.booking.com hef ég pantað ófáar gistinætur í gegnum árin á fínum hótelum á langódýrasta verðinu oft á tíðum. Mér er því stórum létt að ekki skuli vera um sama fyrirtæki að ræða þótt nöfnin séu lík við fyrstu sýn.
Eins vil ég koma á framfæri við fólk sem er að versla á netinu er að vera með sérstakt kreditkort helst fyrirframgreitt sem notað er í slík viðskipti þannig að ef fólk er óheppið og kortanúmerið lendir í höndum óprúttinna aðila þá er auðveldara að frysta kortið og skaðinn minni og svo auðvitað að fá staðfestingu á kaupum frá viðkomandi fyrirtæki hvort sem það er hótel eða eitthvað annað, slík staðfesting berst yfirleitt innan 48 tíma.
Varað við svikamyllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má líka ráðleggja fólki að finna sér álitlegt hótel á þessum hótelnetsölufyrirtækjum en fara svo í framhaldi af því inn á heimasíðu hótelsins sjálfs og panta þar beint. Það tryggir pöntunina og kortanúmerið og gefur auk þess oft bestu kjörin (en ekki þó alltaf).
Matthías
Ár & síð, 28.12.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.